Dantherm Power Efnarafalar / Fuel Cell - UPS

Dantherm Power - LogoAlvöru varaafl sem sameinar kosti rafgeyma og rafstöðva.

Efnarafalar (fuel cell) eru í dag orðnir þaulreyndir við erfiðar aðstæður. Stór hluti símkerfa og neyðarkerfa Evrópu notar nú þegar efnarafala frá Dantherm í stað hefðbundinna lausna með rafgeymum og rafstöðvum.

Efnarafal - Fuel Cell - DBX2000Efnarafallinn er einfaldur í uppsetningu og umgengni, passar í 19" rekka og gengur fyrir vetni sem geymt er á þrýstikútum utandyra. Efnarafallin er "alltaf á" eins og rafhlöðu UPS og bregst því strax við minnstu sveiflum og þar sem efnarafallin notar eldsneyti á kútum er hægt að vera með nægt varaafl til margra daga og jafnvel keyra stöðugt á varaafli til lengri tíma.

Þar að auki er þessi lausn fullþróuð og tilbúin til notkunar í stöðluðum einingum. Við bjóðum upp á heildarlausnir í varaafli sem tryggir þér öruggan og áætlanlegan rekstur á kerfunum þínum. Við sinnum uppsetningu, þjónustu, viðhaldi ásamt því að við getum tekið af okkur vöktun á kerfinu og séð til þess að það sé ávalt í góðu gengi og nóg sé til að vetni.

Við bjóðum upp á varaaflslausnir sem hægt er að tengja inn í kerfi sem notast við rafhlöður til að bæta áreiðanleika kerfa eða koma í staðin fyrir rafstöðvar sem eru bæði dýrar í rekstri og óáreiðanlegar. Efnarafalarnir eru einnig fáanlegir sem rafhlöðulaus lausn sem að lækkar kostnað við rekstur enn frekar, þar sem að engin þörf er á að skipta um rafhlöður á 4 - 5 ára fresti.

Samanburður við hefðbundnar lausnir í varaafli (Backup power)

Varaaflslausnir eru notaðar á fjölmörgum stöðum þar sem að tryggja þarf stöðugan rekstur á fjarskyptakerfum eða öðrum kerfum sem þarf að halda gangandi ef að meginafl bregst. Þessar lausnir þurfa því að vera áreiðanlegar og aðgengilegar.

VRLA Battery BankVaraafl með rafgeymum VRLA

Algeng lausn er að notast við VRLA rafhlöður í varaafl og eru þær lausnir yfirleitt settar upp til þess að veita 2 - 4 klst. af DC varaafli við rafmagnsleysi. Þessi lausn hefur þá ókosti að rafhlöðunar hafa takmarkaðan líftíma sem er mjög háður umhverfishitastigi, þær eru mjög þungar, erfitt að farga og þjófnaður á rafhlöðum hefur einnig mikið færst í vöxt. Lausnin er einnig mjög dýr ef þörf er á meira en mjög stuttum varaaflstíma.

Varaafl með dísel rafstöðvum

Diesel Rafstöð - GensetTil þess tryggja lengri varaaflsgetu í þeim tilfellum þar sem að varaaflskrafa fer yfir 2 til 4 tíma, þá er algengasta lausnin að notast við dísel rafstöð auk rafgeyma, oft kallaðar "genset" á ensku. Rafstöðin getur veitt rafmagn svo lengi sem hún fær eldsneyti og getur þess vegna veitt varaafl í marga daga eða jafnvel vikur. Þessar rafstöðvar hafa einnig verið notaðar í áratugi en hins vegar hafa þær fjölmarga ókosti: mikill viðhaldskostnaður, lægri áreiðanleik (sérstaklega í köldu veðri), endingartími olíu, hávaði og önnur mengun.

Þessar rafstöðvar eru yfirleitt notaðar með rafhlöðubanka með 2 - 4 klukkustunda varaafli. Þetta er gert til þess að annars vegar veita óhindrað rafmagnsflæði (UPS - Uninterupted Power Supply) og hins vegar veita nægjanlegt öryggissvigrúm fyrir þjónustuaðila að komast á staðinn ef að að dísel rafstöðin fer ekki í gang.

Efnaraflar í varaafl (Fuel Cells)

Efnarafall (Fuel Cell) - Motorola Tetra StöðEfnarafalar notast við vetni til þess að sjá fyrir ótrufluðum straumi. Með DIB (Dantherm Power Instant Backup) er hægt að tryggja óhindrað flæði af rafmagni og sameina þannig kosti rafgeymalausna og dísel rafstöðva. Við rafmagnsleysi framleiðir efnarafallinn rafmagn svo lengi sem að vetni er til staðar.

Stofnkostnaðurinn við þessa lausn er í flestum tilfellum sambærilegur við lausn sem notast við rafhlöður og rafstöð, en efnarafallinn er fljótur að borga sig upp með lægri rekstarkostnaði. Helsti breytilegi kostnaðurinn við að nota efnarafalinn er leiga á vetnistönkum og viðhaldsheimsóknir. Þessi kostnaður er mun lægri en viðhaldskostnaður við notkun á UPS batteríslausnum og UPS dísel rafstöðvum (electrical generator).

Með þjónustusamningi þá tryggjum við að allt viðhald sé í lagi og við sjáum til þess að alltaf sé nóg af vetni á staðnum til þess að sinna varaaflsþörfum.


Efnarafalarnir

DBX2000 / DIB2000

Efnarafall (UPS Fuel Cell)Dantherm Battery eXtender (DBX) er ætlaður til notkunar með rafhlöðum og hægt er að tengja hann inn á núverandi varaaflslausnir sem notast við rafhlöður til þess að tryggja lengri varaaflstíma og lengja líftíma rafhlaðna með því að tryggja það að þær afhlaðist ekki.

Einnig er hægt að fá þennan efnarafal (Fuel Cell) með DIB (Dantherm Power Instant Backup - PM60), sem leysir rafhlöðuna af hólmi með því að tryggja nægjanlegt varaafl á meðan efnarafallinn ræsir sig (10 - 15 sek) ef kemur til rafmagnsleysis.

Þessi lausn er mjög hentug fyrir fjarskiptatæki, neyðarbúnað og tölvubúnað.

Dantherm Battery eXtender - DBX2000 (Datasheet).

Dantherm Instant Backup - DIB2000 (Datasheet).


DBX5000 / DIB5000

Efnarafall (Fuel Cell) - DBX5000Dantherm Battery eXtender (DBX) er ætlaður til notkunar með rafhlöðum og hægt er að tengja hann inn á núverandi varaaflslausnir sem notast við rafhlöður til þess að tryggja lengri varaaflstíma og lengja líftíma rafhlaðna með því að tryggja það að þær afhlaðist ekki.

Einnig er hægt að fá þennan efnarafal (Fuel Cell) með DIB (Dantherm Power Instant Backup - PM168), sem leysir rafhlöðuna af hólmi með því að tryggja nægjanlegt varaafl á meðan efnarafallinn ræsir sig (10 - 15 sek) ef kemur til rafmagnsleysis.

Hægt er að tengja fleiri af þessum efnarafölum (Fuel Cells) saman til þess að fá meira varaafl ef þess er þörf í 5kW þrepum.

Dantherm Battery eXtender - DBX5000 (Datasheet).

Dantherm Instant Backup - DIB5000 (Datasheet).

Master Controller for DBX5000 (Datasheet).

Power Module for DBX5000 - PM168 (Datasheet).


Sjón er sögu ríkari!

Hafið samband við sölumann hjá okkur í síma 510 5200 eða á sala@samey.is og pantið kynningu.

Einnig er hægt að senda fyrirspurn hérna.