Hraðastýringar (AC Drives)

Control Techniques Logo - Linkur á heimasíðuFyrir þriggja fasa mótora

Samey selur hágæða hraðastýringar frá Control Techniques, í öllum stærðum og gerðum, við eigum 0.75 - 30 kW hraðastýringar á lager.

Hraðastýring frá Control Techniques er einn besti valkosturinn fyrir þriggja fasa mótora t.d. fyrir viftur, dælur, færibönd og fleira. Hraðastýringin er mjög einföld í notkun.

Hægt er að tengja einn fasa 230V inn á hraðabreytinn, og fá með því þrjá fasa út upp í 8.5kW.

Hafið samband við sölumann hjá Samey til að fá nánari upplýsingar og verð.


Commander SK

Sú einfalda fyrir allt venjulegt

Commander SK hraðastýringCommander SK er hraðastýring fyrir þriggja fasa ósamfasa mótora án ásnema til hraðastjórnunar á t.d. viftum, dælum og færiböndum. Mjög einföld í notkun.

Innbyggt:

Hraðastjórnun með tökkum, forstilltum hröðum eða rafmerkjum 0-10 Vdc eða 4-20mA.

Valkostir með minniskubb:

Gera má iðntölvuforrit í sjálfan hraðabreytinn og búa þannig til mjög hagkvæmar minni stýrirlausnir.

Valkostir með aukakorti:

Kort fyrir flest þekkt samskiptakerfi, Profibus, LON, CAN, Ethernet o.fl

Aðrir aukahlutir:

Fáanlegar stærðir

Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á heimasíðu framleiðanda:

Commander SK hraðastýring, frekari upplýsingar


Unidrive SP

Sú öfluga fyrir allt mögulegt

Unidrive SP hraðastýringUnidrive SP er alhliða hraðastýring fyrir alla keyrslumöguleika ósamfasa og samfasa (servo) rafmótora með og án ásnema. Vinnur einnig sem samfasa aflgjafi í báðar áttir á móti rafneti.

Innbyggt:

Hraðastjórnun með tökkum, forstilltum hröðum eða rafmerkjum +/-10 Vdc eða 4-20mA.

Gera má iðntölvuforrit í sjálfan hraðabreytinn og búa þannig til mjög hagkvæmar minni stýrirlausnir.

Valkostir með minniskorti:

Valkostir með aukakortum:

Kort fyrir flest þekkt samskiptakerfi, Profibus, LON, CAN, Ethernet o.fl.

Viðbótartölva fyrir margása hreyfikerfi og flókin hraðvirk kerfi.

Aðrir aukahlutir:

Fáanlegar stærðir

Hægt er að nálgast upplýsingar á heimasíðu framleiðanda:

Unidrive SP hraðastýring, frekari upplýsingar

Unidrive SP (gólfskápaútfærsla)

Fyrir stóru dælurnar

Unidrive SP hraðastýring gólfskápaútfærslaUnidrive SP í gólfskápaútfærslu tilbúin til notkunar með innkomandi rofa, varbúnaði og síum eftir þörfum og óskum.

Fáanlegar stærðir

Hægt er að nálgast upplýsingar á heimasíðu framleiðanda:

Unidrive SP hraðastýring, gólfskápaútfærsla, frekari upplýsingar

Unidrive SP einingakerfi

Fyrir spilvindurnar og kranana

Unidrive SP hraðastýring einingakerfiUnidrive SP í einingum þar sem skilið er á milli inn- og útrásar, gefur mikla möguleika fyrir þá sem byggja stór mótorstýrikerfi. Auðvelt er að útbúa hraðabreyti með virkum inngangi til að koma bakafli inn á netið, spilvindur og krana sem dæmi.

Fáanlegar stærðir

Hægt er að nálgast upplýsingar á heimasíðu framleiðanda:

Unidrive SP hraðastýring, einingakerfi, frekari upplýsingar

Affinity

Fyrir byggingar og dælustöðvar

Affinity hraðastýringAffinity er hraðastýring fyrir húskerfi, loftræsingu og dælingu.

Innbyggt:

Auk hefðbundinna eiginleika hefur Affinity sérstaka eiginleika fyrir loftræsikerfi.

Neyðar(eld) hamur
Í þessum ham keyrir stýringin fram í rauðan dauðann í bókstaflegri merkingu, allar aðvaranir hundsaðar

Valkostir með aukakorti:

Kort fyrir flest þekkt samskiptakerfi, Profibus, LON, CAN, Ethernet o.fl

Aðrir aukahlutir:

Fáanlegar stærðir

Fáanleg í IP20 og IP54

Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á heimasíðu framleiðanda:

Affinity hraðastýringar fyrir loftræsikerfi, frekari upplýsingar


Digital ST hraðastýringDigitax ST

Fyrir véla- og þjarkasmiðina

Digiax er alhliða servostýring fyrir hreyfikerfi og þjarka.

Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á heimasíðu framleiðanda:

Digital ST hraðastýringar, frekari upplýsingar


Epsilon EP hraðastýringEpsilon EP

Hreyfikerfi á einfaldan hátt.

Epsilon EP er servostýring fyrir hreyfikerfi og þjarka. Með mörgum tilbúnum innbyggðum hreyfilausnum sem settar eru upp með stillistuðlum.

Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á heimasíðu framleiðanda:

Epsilon EP hraðastýringar, frekari upplýsingar