GE intelligence platforms logoIðntölvur (PLC)

Traustar og endingargóðar Iðntölvur

Samey býður upp á fjölbreytt úrval af iðntölvum í hæsta gæðaflokki frá GE Intelligence.

Iðntölvurnar frá GE Intelligence eru byggðar til að endast og má segja að ekki sé tjaldað til einnar nætur þegar keyptar eru iðntölvur frá okkur heldur byggt upp til 30 ára.

Frekari upplýsingar um Ge Intelligence Platform Iðntölvulausnir má sjá á þessu PDF skjali.

Upplýsingar um "Proficy Machine edition" stýribúnaðinn.


VersaMax Micro & Nano PLC - Iðntölvur

Smáar en mjög öflugar iðntölvur.

GE Fanuc VersaMax Micro and Nano PLC IðntölvurÞessar iðntölvur henta einstaklega vel þegar þörf er á mörgum iðntölvum og þar sem kostnaður, fyrirferð og hraði skipta miklu máli.

Vélarnar eru fyrirferðalitlar og hægt er að fá þær í ýmsum útfærslum með mikinn fjölda af innbyggðum aðgerðarmöguleikum.

Tæknilegar upplýsingar

Nano iðntölvan fæst með 6 inngöngum og 4 útgöngum I/O

Micro vélin er til í nokkrum útfærslum, m.a.

Frekari upplýsingar um Micro & Nano iðntölvur (Brochure).

Frekari upplýsingar um Micro & Nano iðntölvur (Cutsheet).


GE Fanuc VersaMax PLC IðntölvurVersaMax PLC - Iðntölvur

Fjölvirk iðntölva sem hentar vel þar sem þörf er á fjölbreyttri og sveigjanlegri notkun. Vélin getur unnið sem sjálfstæð iðntölva, master iðntölva, slave iðntölva eða í hópi sem dreifðar nettengdar inn- og útgangseiningar.

Versa Max er til í raðtengjaútfærslu, þá er hún gerð þannig að eðlilegast er að tengja strengi beint við inn- og útgangseiningar án töfluvíringar.

Úrval inn- og útgangskorta sem fáanleg eru á þessa tölvu er vel á annað hundraðið.

VersaMax hefur mikið afl, gríðanlegan sveigjanleika og er á hagstæðu verði. Hentug lausn þar sem sjálfvirkni er mikilvæg.

Frekari upplýsingar um Versamax PLC tölvunar (Datasheet).


Series 90 30 - Iðntölvur

GE Intelligence Platforms iðntölvur - Series 90-30Þessi lína af iðntölvum er hönnuð með það í huga að geta leyst fjölbreytt verkefni í iðnaðarlausnum. Mikil reynsla er komin á vélina og hefur hún verið notuð við yfir 200.000 mismunandi verkefni, svo sem við matvælaiðnað, lyftustýringu, efnisstýringu og margt fleira.

Iðntölvan er byggð í einingum (A5), en það opnar möguleika á að leysa öll verkefni með einni línu af iðntölvum. Til eru tíu mismunandi miðeiningar og um 100 mismunandi inn- og útgangseiningar.

Frekari upplýsingar um Series 90-30 iðntölvunar (Datasheet).


Series 90 70 - Iðntölvur

GE Intelligence Platforms iðntölvur - Series 90-70Fullvaxin kerfisvél í einingaruppbyggingu A4.

Styrkur GE Fanuc m.a. í sterkum netkerfum og góðum lausnum á fjartengdum inn- og útgöngum.

90-70 iðntölvulínan leysir flókin verkefni í sjálfvirkni, svo sem raðvinnslu, einingakerfi, háhraðalausnir, lausnir með mjög mörgum inn- og útgöngum ásamt fleiri verkefnum sem krefjast mikillar vinnslugetu.

Frekari upplýsingar um Series 90-70 iðntölvurnar (Datasheet).


Allar frekari upplýsingar um iðntölvulausnir frá GE Int má nálgast hjá sölumanni Samey í síma eða gegnum tölvupóst.

Hér má sjá allar PLC vörurnar sem GE Intelligence býður upp á.

Einnig má finna upplýsingar um vörurnar á heimasíðu GE Intelligence Platforms.