Samey ISO 9001 : 2008 vottun á gæðakerfiISO 9001 Vottun

Hjá Samey höfum við alla tíð kappkostað að bjóða vandaðar lausnir í hæsta gæðaflokki.

Frá og með júní 2011 er gæðakerfi okkar vottað samkvæmt ISO 9001:2008 staðlinum. Vottunin tekur til allra þátta í rekstri Sameyjar, allt frá eigin lausnum frá hönnun til gangsetningar og eftirlits ásamt vali á undirverktökum og birgjum.

Kerfið var vottað af matsfyrirtækinu BSI.