Netbiter

Fjarstýring, fjargæsla og síritun á netinu.

Netbiter - Síritun, fjarstýring og fjargæsla á netinuÞessi frábæra nýjung einfaldar til muna fjarstýringu, fjargæslu og síritun. Netbiter er einföld gátt á góðu verði sem bæði getur dregið gögn frá tækjum (modbus) og skynjurum. Gögnin fara beint á skýið (netþjón) í aðgengilega vefsíðu sem býður upp á skjámyndakerfi, línurit, skýrslugerð og aðvaranir.

Nú er einnig hægt að þjónusta PLC og annan tölvubúnað beint í gegnum notendagátt í netbiter.

Kerfið er sérlega einfalt í allri uppsetningu og aðlögun, hér þarf enga forritun til að koma upp fullkomnu fjargæslukerfi og öruggu skráningarkerfi.

Sjón er sögu ríkari, hafið samband við sölumann hjá okkur í síma 510 5211 eða sala@samey.is og pantið kynningu.

Netbiter, einföld lausn í fjarstýringu, fjargæslu og síritun.


Helstu eiginleikar Netbiter kerfisins:

Örugg síritun gagna yfir skýið.

Netbiter Argos gagnaþjónninn sér um að vista allar upplýsingarnar þínar á öruggan hátt. Þjónninn er hýstur af HMS og frír aðgangur af honum fylgir öllum Netbiter lausnum.

Einföld og örugg samskipti í gegnum ethernet eða gsm.

Einn helsti kostur á samskiptastaðlinum sem Netbiter notar er hversu auðvelt er að tengja búnað og koma honum á skýið.

Hægt er að koma öllum kerfum, litlum sem stórum á einfaldan á fljótlegan hátt á skýjið. Þar sem svo er hægt að fylgjast með stöðu, stýra kerfi og greina gögn sem kerfið tekur við.

Hægt er að sjá upplýsingar um fáanleg módel hér (Catalog).

Netbiter Fjarþjónusta

Nýtt í Netbiter 350, Fjarþjónusta.

Í nýja netbiter 350 og 310 er nú hægt að tengjast og forrita fjarbúnað. Með þessari nýjung er netbiter ekki aðeins öflugt tæki í fjarstýringu og gæslu heldur er nú mögulegt að t.d. tengjast iðntölvum beint, bilanagreina og breyta forritum. Sjá nánar um EasyConnect EC350 gáttina.

 

Notendaaðgangur í gegnum skýið.

Notendur geta vaktað og stýrt kerfunum sínum á einfaldan hátt í gegnum aðgengilegt og notendavænt vefviðmót á netbiter.net.

Hérna má sjá yfirlit notendaviðmótið á Netbiter:

Argos Netbyter - Sýnishorn af stjórnborði á netviðmótinuStjórnborð

Þar er hægt að fylgjast með settum gildum og stjórna tækjabúnaði á öruggan og einfaldan hátt.

Netbiter Argos - AðvörunarkerfiAðvörunarkerfi

Netbiter kerfið sér um að senda þér aðvaranir samkvæmt gildum sem sett eru inn í kerfið. Þú getur séð núverandi aðvaranir og alla baksögu.

Kerfið getur sent viðvaranir í sms og í tölvupósti til þeirra aðila sem þú skilgreinir.

Argos Netbiter - Síritun ganga, upplýsingargreiningUpplýsingargreining

Í kerfinu geturu þú greint tölulegar upplýsingar, borið þær saman við þau gildi sem þú vilt.

Þú getur einnig sótt upplýsingar úr kerfinu til frekari greiningar.

Argos Netbiter - Kerfisskýrsla, reportSkýrslugerð

Kerfið getur útbúið fyrir þig skýrslur. Þú getur til dæmis fengið vikulegar skýrslur um hita & rakastig í kæliklefum sem kerfið er að vakta.

Argos Netbiter - Yfirlit yfir verkefniNotenda- og verkefnastýrikerfi

Með Netbiter getur þú haft fulla stjórn yfir öllum þeim kerfum sem þú ert að vakta

Hægt er að búa til marga notendaaðganga fyrir þá aðila sem koma til með að sjá um vöktun, stjórnun eða greiningu gagna, og stillt aðgang eftir þörfum.

Argos Netbiter - GPS vöktun og yfirsýnGPS vöktun

Kerfið er samtengt kortaþjónum Google á netinu og er hægt að sjá upplýsingar um staðsetningu kerfa í rauntíma ásamt virkum viðvörunum á hverju kerfi fyrir sig.


Prufuaðgangur

Þú getur prófað netbiter notendaviðmótið núna. Smellið einfaldlega á hlekkinn fyrir neðan og skráið ykkur inn með notendanafninu og lykilorðinu að neðan. Demo kerfið er tengt straumæli á skrifstofu sameyjar

www.netbiter.net

Sjón er sögu ríkari, hafið samband við sölumann hjá okkur í síma 510 5211 eða sala@samey.is og pantið kynningu.

Við förum með ykkur í gegnum hvað kerfið hefur upp á að bjóða og hvað það getur gert fyrir þig.