Prentarar og prentlausnir

Weidmuller LogoMerkingaprentarar - Weidmuller

Samey býður upp á prentlausnir frá Weidmuller.

Hægt er að fá frekari upplýsingar um prentlausnir í boði frá Weidmuller á heimasíðu þeirra.

Weidmuller PrintjetPrintJet

Með nýja Printjet prentaranum frá Weidmuller er hægt að prenta á helstu merkingar sem rafverktakinn notar. Prentarinn notast við bleksprautu og prentar því í hárri upplausn, fljótt og örugglega.

Merkingar eru úr plasti.

Helstu merkingar:

Hugbúnaður er "M-Print® PRO" frekari upplýsingar á heimasíðu Weidmuller.

Meira um merkingarbúnað á heimasíðu Weidmuller.


Sato Límiðaprentari

Límmiðaprentarar - Sato / Videojet

Samey hefur langa reynslu í að útbúa heildarlausnir til vörumerkinga. Samey hefur sett upp lausnir með bleksprautuprenturum, límmiðaprenturum, álímingarvélum, leysiprenturum og filmuprenturum.

Lausnir okkar byggja á víðtækri reynslu og þekkingu Sameyjar í útfærslu, framleiðslu og gangsetningu sjálfvirknilausna, ásamt prentaralausnum Videojet (áður Willett) sem er ráðandi fyrirtæki í heildarlausnum til vörumerkinga.

Samey býður upp á vélbúnað frá Videojet og Sato, sem eru frumkvöðlar og meðal stærstu framleiðenda að vörumerkingarbúnaði í heiminum.