PID reglar

Hágæða Shimaden ferilreglar

Þarftu að regla hita, þrýsting, eða þarftu að regla eitthvað annað. Við hjá Samey erum með hágæða regla frá Shimaden á lager.

Frábær reynsla er á Shimaden reglum hér á landi og hefur Samey selt regla í yfir 20 ár.

Fjölsviðsinngangur er á öllum reglum sem koma frá Samey.

SR90 Sería

SR90 FerilreglarHægt er að skala skjá þessara regla þegar inngangur er spennuinngangur eða strauminngangur. Eigum á lager SR91, SR92, SR93, SR94.

Hver PID reglir er með sjálfvirkri innstillingu, tvöfaldan útgangang fyrir hitun og kælingu.

Aðvörun um bilaðan hitara, hliðrænn útgangur og seríal samskipti eru á meðal eiginleika reglisins.

Tæknilegar upplýsingar:

SR90 ferilreglir, frekari upplýsingar (Catalog)

PID ferilreglar

FP93

FP93 FerilreglarÞessi reglir er auðveldur í notkun og hefur fjölda af stýringum til þess að hægt sé að forrita hann til ýmissa verkefna.

40 ferlar sem síðan er hægt að deila niður á allt að 4 munstur.

Reglirinn er með bjartan og auðlesanlegan skjá, með 20 mm stafastærð.

Framhlið reglisins er ryk og vatnsþolin samkvæmt IP66 staðli.

Tæknilegar upplýsingar

FP93 ferilreglir, frekari upplýsingar (Catalog)