Iðnaðarþjarkar

Fanuc Þjarkur - Þjarkar (e. robot) gegna stöðugt vaxandi hlutverki í sjálfvirknikerfum. Þeir henta mjög vel til að leysa af hendi verkefni sem eru margendurtekin, en þó er ekki síður mikilvægt að þjarkar auka sveigjanleika í framleiðslunni. Ólíkt mörgum öðrum tæknilausnum sem eru sérsniðnar að ákveðnu verkefni er tiltölulega auðvelt að forrita þjarka og nota þá í fjölbreytileg og ólík verkefni. Þjarkar eru mjög afkastamiklir og geta verið í gangi allan sólahringinn alla daga vikunnar og bilanatíðni er í algjöru lágmarki.

Samey býður þjarka frá FANUC ROBOTICS, en þeir eru stærsti framleiðandi þjarka í heiminum og bjóða einstaklega fjölbreytt úrval af þjörkum til ólíkra verkefna. Samey býr yfir mikilli þekkingu á notkun þjarka og býður upp á hönnun, ráðgjöf og heildarþjónustu við þróun og gangsetningu á þjarkalausnum