Samey Robotics hefur í yfir 32 ár aðstoðað fjölda fyrirtækja til lands og sjávar á farsælan og árangursríkan hátt við að auka framleiðni og rekstrarhagkvæmni með skilvirkum sjálfvirknilausnum.
Í sjálfvirkniverslun okkar að Lyngási 13 bjóðum við íhluti í sjálfvirknikerfi og til iðnrekstrar frá heimsþekktum framleiðendum, hraðabreyta, skynjara, mælinema, iðntölvur, skjái og þjarka svo eitthvað sé nefnt.